Möl og sandur. Auðlindanámur í sjó við Ísland og erlendis.
2015
Jóhann Mar Ólafsson 1990- | Háskóli Íslands
Möl og sandur eru gríðarlega mikilvæg hráefni í nútímasamfélagi. Helstu not fyrir þessi hráefni eru íblöndunarefni í steinsteypu, en einnig eru þau notuð í malbiksgerð, glerframleiðslu og landfyllingar. Þar sem möl og sandur eru ekki sjálfbærar auðlindir er vert að skoða neysluna á þeim og stjórna henni á sem sjálfbærastan hátt. Námi þessara auðlinda er vel stjórnað í flestum Evrópuríkjum en ekki er hægt að segja það sama um þróunarlöndin. Nám á möl og sandi hefur færst mikið frá þurru landi og til náma á hafsbotni. Þar sem mikil eftirspurn er eftir möl og sandi hafa sum lönd bannað útflutning á þeim og því hefur myndast svartur markaður um sölu þessara efna. Þó svo að námi á þessum auðlindum sé vel stjórnað þá eru umhverfisáhrifin töluverð, þá sérstaklega ef að eftirlit er ekki nægilega gott. Þörf er á vitundarvakningu meðal almennings og stjórnmálamanna um þann skort á sandi sem blasir við í heiminum, skort á vísindalegum gögnum á heimsvísu og þeim umhverfisáhrifunum sem námið hefur og afleiðingar þess.
Show more [+] Less [-]Bibliographic information
This bibliographic record has been provided by University of Iceland